Sunday, January 23, 2011

Eysteinn Borg og ævintýri hans.

Einu sinni var köttur sem hét Eysteinn Borg. Hann var hátt settur köttur meðal íbúa Frethrepps, og hlaut athygli hvert sem hann fór, sérstaklega vegna þess hve smekklegur hann þótti í klæðnaði. Eysteinn hélt teitin mörg, og var þá ekkert sparað við undirbúning. Þrítugsafmæli Eysteins var engin undantekning á því.

Eysteinn lét matreiða handa gestum sínum allskyns gúmmelaði, og þá þótti broddgaltarkjötið með lauknum bera sérstaklega af.
Gestirnir spjölluðu langt fram á kvöld, deildu reynslusögum um samskipti kynjanna, og súptu á tei. Eftir borðhaldið voru allir saddir og sælir.

...nema Höskuldur Hor. Höskuldur hafði búist við rjómatertu í boðinu, en varð því brugðið þegar afmælistertan sjálf samanstóð af nokkrum lýsispillum. Lýsispillur þótti Höskuldi ekki góðar.


Framhald von bráðar!!!!
Mun Höskuldur láta í ljós óánægju sína við gestgjafann??
Hvað gerist þegar líður á teitið, og áfengi verður við hönd?

Kemur í ljós.